Laugardagur, 19. ágúst 2017 21:27 |
   Snjólaug M. Jónsdóttir úr skotfélaginu Markviss á Blönduósi varð í dag Bikarmeistari STÍ í haglabyssugeininni Skeet. Hún háði harða keppni við Dagnýju H.Hinriksdóttur úr Skotfélagi Reykjavíkur í úrslitunum og hafði að lokum nauman sigur.
Sveit Skotfélags Reykjavíkur bætti eigið Íslandsmet um heil 10 stig en sveitina skipa þær Dagný H. Hinriksdóttir, Þórey I. Helgadóttir og Eva Ósk Skaftadóttir.
Keppni í karlaflokki heldur áfram á morgun og eins keppni í A og B flokkum. Reikna má með að úrslit hefjist uppúr kl. 15:00 en úrslit verða haldin í Bikarmótinu, A, og B flokki. Eftir fyrri daginn þá leiðir Hákon Þ. Svavarsson í A-flokki og Dagný H. Hinriksdóttir í B-flokki. Snjólaug M.Jónsdóttir afhenti mótsstjóranum Erni Valdimarssyni skjöld til vegna 150 ára afmælis Skotfélags Reykjavíkur í ár. Við þökkum Markviss á Blönduósi kærlega fyrir á þessum tímamótum.
|
|
Föstudagur, 18. ágúst 2017 14:34 |
Um helgina fer fram Reykjavík Open og Bikarmót STÍ í skeet á Álfsnesi.
Skotið verður á einum velli, riðill 1 byrjar kl.10:00, riðill 2 byrjar 5 mínútum eftir að riðill eitt kemur í hús, finall kvenna hefst 30 mín. eftir að seinasti hringur klárast á laugardegi.
Röð riðla og keppenda snýst við á sunnudegi, 1 dómari og 2 línuverðir eru í dómgæslu hverju sinni.
Finalar hefjast 30 mínútum eftir seinasta hring á sunnudegi, fyrst er skotinn finall í Bikarmóti síðan í B-flokki og að lokum í A-flokki.
Verðlaunaafhending verður á sunnudeginum og munu Niccolo Campriani margfladur Ólympíumeistari og Petra Zublasing heimsmeistari veita verðlaunin að loknum úrslitum. Reikna má með að það verði um kl.15:00
|
Mánudagur, 31. júlí 2017 22:58 |
Aðalfundur Skotfélags Reykjavíkur var haldinn í kvöld. Ný stjórn félagsins er skipuð fr.v. Kjartani Friðrikssyni ritara, Jórunni Harðardóttur formanni, Arnbergi Þorvaldssyni varaformanni, Kjartani Erni Kjartanssyni varamanni, Erni Valdimarssyni meðstjórnanda og Guðmundi Kr. Gíslasyni gjaldkera. Á myndina vantar Sigfús Tryggva Blumenstein varamann.
|
Mánudagur, 24. júlí 2017 10:09 |
 Kvennasveit okkar í Skeet-haglabyssu setti nýtt Íslandsmet, 114 stig, á landsmóti STÍ sem haldið var í Þorlákshöfn um helgina.
Í kvennaflokki sigraði Helga Jóhannsdóttir úr SÍH með 58/75 stig og 31/60 stig í úrslitum Dagný H.Hinriksdóttir úr SR varð önnur á 46/75 og 27/60 og Eva Ó. Skaftadóttir úr SR varð 3ja á 26/75 og 20/60. Þórey Helgadóttir úr SR varð 4ða en hún skaut sig upp um flokk .
Í karlaflokki sigraði Hákon Þ. Svavarsson úr SFS á 113/125 og 54/60 í úrslitum sem er nýtt Íslandsmet í úrslitum. Stefán G. Örlygsson úr SKA varð annar á 115/125 og 50/60 og þriðji varð Jakob Þ Leifsson úr SÍH á 99/125 og 40/50 .
Einnig voru Stefán G. Örlygsson og Helga Jóhannsdóttir krýnd Suðurlandsmeistarar .
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 87 af 296 |