Mánudagur, 29. apríl 2013 09:27 |
Vormót SR verður haldið næstu helgi, 4. og 5. maí, á Álfsnesi. Skotið verður á 200m og 300m í Grúppum í HV-flokki, samkvæmt reglum IBS. Mótið hefst kl 10:00 báða dagana og er mæting eigi síðar en 09:30. Skotið verðu á 200m á laugardeginum og 300m á sunnudeginum. Mótsgjald er kr. 1500-. Keppendur úr öðrum félögum en SR, er velkomin þátttaka. Veitt verða verðlaun fyrir samanlagðan árangur úr báður færum. Ráðgert er að halda mótið ár hvert hér eftir og hefur Ísnes ehf. gefið veglegan farandbikar fyrir mótið. Skráningarfrestur er til og með fimmtudeginum 2. maí á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
! /gkg
|