Heimsbikarmótið í Granada að hefjast Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 02. júlí 2013 17:12

  Heimsbikarmótið í Granada á Spáni er nú að hefjast. Í fyrramálið heldur Ásgeir Sigurgeirsson utan en hann keppir í Frjálsri skammbyssu á laugardag og sunnudag. Á miðvikudaginn keppir hann svo í loftskammbyssu. Hákon Þ.Svavarsson og Ellert Aðalsteinsson fljúga svo út á sunnudaginn og keppa í skeet á miðvikudag og fimmtudag. Hægt verður að fylgjast með keppni þeirra á heimasíðu ISSF hérna.

AddThis Social Bookmark Button