Föstudagur, 12. apríl 2013 23:09 |
Vegna yfirvofandi lögbanns velunnara Jónasar Hallgrímssonar heitins, á minningarmótið um hann, hefur verið ákveðið að taka Minningarmótið um Jónas Hallgrímsson í Benchrest endanlega út af mótaskrá Skotfélags Reykjavíkur.
Í stað minningarmótsins hefur verið ákveðið að setja í gang árlegt mót í sömu grein í Benchrest í HV-flokki. Mótið verður framvegis haldið ár hvert og heitir það hér eftir Vormót SR í Benchrest í HV-flokki. Skotið er á 200metrum og 300metrum, Grúppur ! Veitt verða verðlaun fyrir samanlagðan árangur á báðum færum. Farandbikar- og bikar til eignar fyrir fyrsta sætið og silfur og brons fyrir annað og þriðja sætið. Stjórn félagsins mun minnast Jónsasar hér á síðunni síðar og kynna félagsmönnum hans framlag til skotíþróttarinnar á næstunni.
|