Á Íslandsmótinu í Frjálsri skammbyssu, sem haldið var í Digranesi í morgun, varð Ásgeir Sigurgeirsson meistari í Karlaflokki, Jórunn Harðardóttir (492) í kvennaflokki og A-lið SR í liðakeppninni, með þá Ásgeir Sigurgeirsson (549), Guðmund Kr.Gíslason (493) og Jón Á. Þórisson (434) innanborðs. Eins varð Ásgeir Íslandsmeistari í Meistaraflokki og Guðmundur Kr Gíslason í 2.flokki. Í opna flokknum sigraði Ásgeir, Guðmundur varð annar og Eiríkur Björnsson (458) úr SFK varð þriðji. Hér er linkur á flottar myndir frá mótinu sem JAK /gkg hefur tekið.