Fimmtudagur, 30. maí 2013 18:48 |
Keppni í loftskammbyssu hefst á morgun á Smáþjóðaleikunum í Luxemburg. Kvennakeppnin hefst kl.08:00 að okkar tíma og karlar hefja leik kl.12:00. Í kvennaflokki keppa Kristína Sigurðardóttir og Jórunn Harðardóttir en í karlaflokki Ásgeir Sigurgeirsson og Thomas Viderö. Hægt verður að fylgjast með á þessari síðu.
|