Sunnudagur, 02. júní 2013 15:36 |
Landsmóti STÍ í skeet var að ljúka og sigraði Akureyringurinn Guðlaugur Bragi Magnússon, í öðru sæti varð sveitungi hans Grétar Már Axelsson og þriðji Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands. Í fjórða sæti varð Sigurður Unnar Hauksson frá Húsavík. Í fimmta sæti varð Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur og Stefán Gísli Örlygsson, einnig úr Skotfélagi Reykjavíkur varð sjötti. Sveit Skotfélags Akureyrar sigraði í liðakeppninni, en í henni voru auk Guðlaugs og Grétars, Sigurður Áki Sigurðsson, A-sveit Skotfélags Reykjavíkur varð önnur, með innanborðs auk Stefáns og Arnar, Kjartan Örn Kjartansson og B-sveit SR varð í þriðja sæti, með Gunnar Sigurðsson, Hjört Sigurðsson og Sigtrygg Á. Kalrsson innaborðs. Árangur Akureyrarliðsins er einnig nýtt Íslandsmet liða. Myndir komnar hér. úrslit koma fljótlega.
|