Fimmtudagur, 20. júní 2013 22:38 |
Á aðalfundi Skotfélags Reykjavíkur, sem haldinn var í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í kvöld, var Jórunn Harðardóttir kjörin formaður félagsins til næstu tveggja ára. Aðrir í stjórn eru Guðmundur Kr. Gíslason, Kjartan Friðriksson, Örn Valdimarsson og Arnbergur Þorvaldsson í aðalstjórn og í varastjórn Sigfús Tryggvi Blumenstein og Hermann Kristjánsson.
|