Þriðjudagur, 27. ágúst 2013 09:54 |
Reykjavík Open haglabyssumótið verður haldið á Álfsnesi um næstu helgi. Mótið er tveggja daga opið mót 75+50 dúfur og því ekki gerður greinarmunur á konum og körlum, allir skjóta sama fjölda dúfna. Að loknum fyrri degi verður skipt í A og B klassa seinni daginn. Inní finalinn taka menn með sér skorið úr undankeppninni. Að lokinni keppni á sunnudeginum verður keppendum boðið uppá fínan grillmat sem atvinnumenn í faginu munu sjá um. Eins má reikna með að verðlaun verði vegleg einsog endranær.
|