Á Reykjavík Open í dag sigraði Örn Valdimarsson með 108 stig +11+10 og varð jafnframt Reykjavíkurmeistari. Dagný H. Hinriksdóttir varð svo Reykjavíkurmeistari kvenna. Í öðru sæti varð Hörður S. Sigurðsson með 101 stig+10+7 og í þriðja sæti Kjartan Ö. Kjartansson með 92 stig +7+11. Í fjórða sæti varð svo Jakob Þ. Leifsson með 90 stig +11+9 eftir bráðabana við Kjartan. Í fimmta sæti varð Gunnar Sigurðsson með 84 stig +8 og Sigtryggur Á. Karlsson sjötti með 75 stig +10. Afleitt veður var meðan á mótinu stóð, norðaustan 10 m/sek og ausandi rigning. Keppendur fóru heim hlaðnir viðrurkenningum en Hlað, Sportvörugerðin og Ísnes styrktu okkur með verðlaun. Í lokin mættu kokkarnir okkar og grilluðu lambafilet ofaní mannskapinn. Myndasafnið er að fyllast hérna.