Mánudagur, 09. september 2013 11:10 |
Á Bikarmeistaramóti STÍ í skeet sem haldið var í Hafnarfirði um helgina sigraði Örn Valdimarsson úr SR. Í öðru sæti varð Guðlaugur B. Magnússon úr SA og í þriðja sæti varð Sigurður U. Hauksson frá Húsavík. Guðlaugur varð jafnframt Bikarmeistari STÍ 2013. Í kvennaflokki sigraði Snjólaug M. Jónsdóttir úr MAV, önnur varð Helga Jóhannsdóttir úr SÍH og í 3ja sæti Dagný H. Hinriksdóttir úr SR. Snjólaug varð einnig Bikarmeistari STÍ 2013 í kvennaflokki. Nánari úrslit eru hérna.
|