BR50 mót miðvikudaginn 2.október Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 24. september 2013 16:12

BR50 mót verður haldið MIÐVIKUDAGINN 2.október nk. á Álfsnesi.

Fyrirkomulag er með þeim hætti að skotin eru 25 stk skot á keppnisskífu af 50
metra færi, ásamt ótakmörkuðum fjölda af æfingarskotum á sömu skífu. 
Athugið að skotið er með 22. Long Rifle eingöngu á 50 metra færi. BR50 stendur
fyrir Benchrest fyrir cal. 22LR á 50metra færi.  Öllum er frjáls
þátttaka og er sama keppnisgjald fyrir innanfélagsmenn og þá sem ekki eru í
félaginu - verið velkomin þið sem eigið 22 riffla !

Ath - keppt er samkvæmt Enskum Reglunum í BR50. Mótið fer fram á tímabilinu kl:17—20. Hefur hver skotmaður 45mín til að ljúka keppni, frá því að hann skráir sig í afgreiðslu. Sækja skal skífur og skila aftur í afgreiðslu. Staðan mótsins verður uppfærð jafnóðum og skor berast á skjá í afgreiðslu. Keppt verður í eftirfarandi þyngdarflokkum:

Sporter= 0 -3,855 kg

Light Varmint= 3,855 - 4,762 kg

Heavy Varmint= 4,762 - 6,8 kg.

Ath. það má taka þátt í öllum þyngdar flokkum kjósi keppendur að gera það. Leyfilegt er að hafa bæði fram og afturrest ásamt öðrum hefðbundnum BR búnaði.

Keppnisgjald er lúguleiga + skotskífa 100 kr.

Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Álfsnesi.

Kveðja,
22-nefndin

AddThis Social Bookmark Button