Mánudagur, 21. október 2013 15:46 |
Þá er sænska meistaramótið Luftpistol Allsvenskan að hefjast þetta tímabilið. Félagsmenn okkar sem ætla að taka þátt þurfa að senda inn skráningu fyrir 1.nóvember n.k. til félagsins. Við göngum svo frá skráningu hjá Svíunum og veljum í liðin. Fyrirkomulagið er svipað og undanfarin áratug, 7.umferðir og hefst 1.umferð þann 18.nóvember n.k. Síðustu umferð lýkur svo 3.mars 2014.
|