Umhverfisstofnun hefur gefið út eftirfarandi greinargerð vegna aksturs á veiðslóð:
Veiðimönnum er bannað að aka á frosinni jörð.
Akstur á veiðislóð á fjórhjólum er ögn flóknari. Samkvæmt 17. lið 9. greinar laga nr. 64 frá 1994, eins og henni var breytt, er bannað að halda til veiða á fjórhjólum. Í lögunum er ekki gerður greinarmunur á götuskráðum fjórhjólum og óskráðum fjórhjólum. Má því ætla að þessari grein sé ætlað að banna allan akstur fjórhjóla með skotvopn á leið til veiða. Nokkru eftir að lögunum var breytt komu götuskráð fjórhjól fram á sjónarsviðið. Samkvæmt áliti ríkissaksóknara er litið á götuskráð fjórhjól á sama hátt og bifreiðar þegar veiðar eru annars vegar. Óskráðum fjórhjólum má hinsvegar einungis aka á ræktuðu landi en ekki á vegum og merktum vegaslóðum. Óheimilt er því að nota þau til að flytja veiðimenn að og frá veiðislóð.
götuskráðu fjórhjóli. Í ljósi álits ríkissaksóknara hefur ekki verið kært í slíkum málum. Það leikur hinsvegar enginn vafi á því að einungis má aka farartækjum til veiða á vegum og merktum vegaslóðum.
Heimilt er að aka á bifreiðum og götuskráðum fjórhjólum utan vega á snævi þakinni eða frosinni jörð enda valdi það ekki tjóni. Þessi undantekning á hinsvegar ekki við þegar haldið er til veiða enda má einungis aka á vegum og merktum vegaslóðum þegar veiðimenn eru fluttir til og frá veiðilendum.
Við þetta er að bæta að á veiðum er bannað að hlaða skotvopn nær farartæki á landi en 250 m og bannað er að skjóta frá, á, eða yfir veg. Það að halda til veiða á áðurnefndum farartækjum er því alfarið bundið við að aka á vegum og merktum vegaslóðum, ekki frosinni jörð og verði veiðimenn uppvísir að því að hlaða og skjóta innan 250 metra frá farartæki telst brot framið.
Leiðsögumenn með hreindýraveiðum geta fengið sérstaka undanþáguheimild til þess að nota sexhjól til að sækja fallið hreindýr þegar aðstæður til að koma dýrinu heilu til byggða eru erfiðar. Undanþáguheimildin er bundin við að sexhjólið sé eingöngu notað þegar veiði er lokið og á eingöngu við um hreindýraveiðar.
Eigendur götuskráðra fjórhjóla, jeppa og annarra torfærutækja þurfa að kynna sér þessar reglur mjög vel. Sá misskilningur virðist vera algengur að eigendur þessara farartækja telji sig mega aka til veiða á frosinni jörð. Þegar horft er til þess að hvorki má aka út fyrir veg eða merktan vegaslóða, né hlaða skotvopn nær farartækinu en 250 m án þess að brjóta umrædda 9. grein er gagnsemi þessara torfærutækja fyrir veiðimenn umfram bifreiðar takmörkuð.
|