Vikuna 15. til og með 19.des verður í gangi Jólamót SR í BR50 með cal.22lr (ekki hi-vel skot) og verður skotið á hefðbundnum opnunartíma. Fyrirkomulagið er þannig að menn fá merkta þeim BR50 skotskífu hjá æfingastjóra og skjóta á 30 mínútum 25 skotum. Færa skal inn á skífuna nafn, riffiltegund,sjónauka og skot. Æfingastjóri tekur við skífu og geymir á skrifstofunni. Mótsstjórn telur svo út stigin að loknu móti. Keppt verður í 4 flokkum og getur hver keppandi tekið þátt í þeim öllum ef hann á riffil sem uppfyllir skilyrðin.
1. Sporter flokkur, 0-3,855 kg og mesta stækkun á sjónauka má vera 6,5x. Leyfilegt er að nota stærri sjónauka en þá skal hann teipaður á 6,5x stækkunina.
2. Light Varmint flokkur, 3,856-4,762 kg.
3. Heavy Varmint flokkur, 4,763-6,800 kg.
4. Opinn flokkur, 6,801 kg eða þyngri.
Menn geta nú mætt með nánast hvaða cal.22lr riffil sem er og tekið þátt við bestu aðstæður.
Mótagjald í hverjum flokki er kr. 100 að viðbættu hefðbundnu æfingagjaldi skv.gjaldskrá.
|