Mánudagur, 16. desember 2013 12:54 |
Áramót Skotfélags Reykjavíkur í riffilskotfimi verður haldið á skotsvæði félagsins Álfsnesi á gamlársdag þann 31. Desember. Mæting er kl 10:00 og verður byrjað strax og birta leyfir.
Keppt verður í 2 flokkum, með rest og afturpoka annars vegar og af tvífæti og án afturstuðnings hins vegar. Þáttaka er öllum frjáls en hlaupabremsur eru bannaðar.
Skotið verður á scoreskífur 5 skot á 100 metrum 5 skot á 200 metrum og 5 skot á 300 metrum ef tími gefst til. Mótsnefnd áskilur sér hins vegar rétt til breytinga ef fjöldi þáttakenda er meiri en svo að tími vinnist til eða vegna veðurs .
Farið verður nánar yfir reglurnar á staðnum.
Þáttökugjald er kr 1000 fyrir félagsmenn SR. en kr 2000 fyrir aðra. Þeir sem vilja taka þátt þurfa að skrá sig hjá SR:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Í síðasta lagi sunnudaginn 29.Desember.
Riffilnefnd Skotfélags Reykjavíkur.
|