Laugardagur, 05. apríl 2014 20:59 |
Jórunn Harðardóttir formaður Skotfélags Reykjavíkur setti í dag nýtt Íslandsmet á Íslandsmótinu í 60 skotum liggjandi sem haldið var í Digranesi í Kópavogi í dag. Skotserían hennar var sérlega glæsilega, 101,1-104,7-101,5-102,7-102,6-102,9 alls 615,5 stig. Þess má geta að Ólympíulágmarkið er 615,0 stig. Í öðru sæti varð Bára Einarsdóttir með 601,7 stig. Í karlaflokki varð tónlistarmaðurinn Jón Þór Sigurðsson úr hljómsveitinni Diktu, Íslandsmeistari með 610,7 stig, annar varð margfaldur Íslandsmeistari Arnfinnur Jónsson með 610,2 stig og þriðji varð svo Stefán E. Jónsson með 607,2 stig. Í sveitakeppninni varð A-sveit Skotfélags Kópavogs Íslandmeistari. ÂÂ /gkg
|