Föstudagur, 02. maí 2014 14:08 |
Nú er Christensen-mótið í loftskammbyssu og loftriffli á miðvikudaginn kemur, 7. maí. í Egilshöllinni. Óskað er eftir skráningum keppenda á tölvupóstfangið
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Mótið hefst kl.16 og verður með svipuðu fyrirkomulagi og áður, þ.e. hægt er að mæta frjálst á bilinu 16 til 19:30 í síðasta lagi. Keppt er í opnum flokkum og skjóta bæði kyn 60 skotum. Mótið er STÍ mót og verður haldið sérstaklega utan um 40 fyrstu skotin í kvennaflokki þar sem árangur í mótinu gildir til flokka og meta. Eins og venjulega verður boðið uppá gómsætar veitingar af Christensen-fjölskyldunni.
|