Miðvikudagur, 04. júní 2014 21:23 |
Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í kvöld var Gunnar Sigurðsson sæmdur gullmerki félagsins og gerður að heiðursfélaga. Eins var ný stjórn félagsins kjörin en hana skipa nú Jórunn Harðardóttir formaður, Arnbergur Þorvaldsson varaformaður, Kjartan Friðriksson ritari, Guðmundur Kr. Gíslason gjaldkeri og Örn Valdimarsson meðstjórnandi. Í varastjórn eru Sigfús T. Blumenstein og Bragi Þór Jónsson sem kemur nýr inní stjórnina.
|