Miðvikudagur, 27. janúar 2016 19:39 |
Frétt af www.bb.is:
Á sunnudaginn 31.janúar verður skotíþróttahúsið á Torfnesi á Ísafirði opnað og verður opið hús af því tilefni. Húsið er í áhorfendastúkunni við grasvöllinn á Torfnesi. Tilkoma skotíþróttahússins gjörbyltir allri aðstöðu til skotíþróttaiðkunar og bogfimi í Ísafjarðarbæ. Stjórn Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar vonast til að sem flestir sjái sér fært að koma og samfagna þessum tímamótum í starfsemi félagsins og kynna sér aðstöðuna. Gestum gefst kostur á að reyna sig við bogfimi, sér að kostnaðarlausu. Allir eru velkomnir og húsið verður opið frá kl. 13 til kl. 15.
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
|