Fimmtudagur, 28. janúar 2016 20:28 |
Ásgeir Sigurgeirsson er nú staddur í München í Þýskalandi og tekur þar þátt í einu sterkasta móti ársins og er fínn undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið sem fer fram í Ungverjalandi seinni partinn í febrúar. Hann keppir á morgun kl.08:00 og á laugardaginn kl. 10:00. Ef vel gengur þá eru finalarnir kl.10:30 á morgun og kl.11:00 á laugardaginn. Hægt er að fylgjast með skorinu í beinni hérna. Hann keppti á þessum mótum í fyrra og náði bronsinu í seinna mótinu og endaði í áttunda sæti í því fyrra en komst í úrslit í þeim báðum.
|