Landsmót UMFÍ 2009 á Akureyri Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 04. apríl 2009 19:50
Landsmót Ungmennafélags Íslands verður haldið á Akureyri dagana 9. til 12.júlí í sumar. Í skotgreinum verður keppt í SPORTING-haglabyssu, SKEET-haglabyssu, Staðlaðri Skammbyssu og Loftskammbyssu. Fyrir hönd Íþróttabandalags Reykjavíkur mun Skotfélag Reykjavíkur senda keppendur í allar greinar einsog áður og stefnir að því að verja sigurinn frá síðustu tveimur Landsmótum þar sem við höfum sigrað í heildarstigakeppni mótanna í skotfimi. Reykjavík má senda 4 keppendur í hverja grein og munum við velja þá tímanlega. Væntanlega verður hver og einn að sjá um sig með gistingu og má reikna með að flestir mæti með tjöld, fellihýsi eða hjólhýsi. Nánar má lesa um landsmótið á heimasíðu UMFÍ.
AddThis Social Bookmark Button