Föstudagur, 27. mars 2009 17:37 |
Landsliðsæfingar í skeet hafa staðið yfir í dag. Peeter Pakk frá Eistlandi hefur verið á æfingum í dag með landsliði okkar. Peeter er nú landsliðsþjálfari Finna en sá af nokkrum dögum til að kíkja á okkar menn. Þeir verða við æfingar á Álfsnesi í dag, á morgun laugardag og svo fékkst undanþága hjá Heilbrigðiseftirliti til æfinga á sunnudaginn líka. Nokkrar myndir frá æfingunum í dag eru hérna.
|