Skotíþróttamenn ársins 2018 Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 30. desember 2018 11:26

jorunnhardarap40.jpg2016jorasgemungv04asgeir 2013 free  017Frétt á www.sti.is:Skotíþróttasamband Íslands hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn ársins 2018 :

Skotíþróttakarl Ársins er: Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur

Ásgeir vann öll mót sem hann tók þátt í hérlendis en keppti auk þess víða erlendis. Hann er ríkjandi Íslandsmeistari í báðum sínum greinum, Frjálsri skammbyssu og Loftskammbyssu.

Hann komst í úrslit á HN CUP í München og hafnaði þar í 6.sæti í loftskammbyssu. Hann komst tvívegis í úrslit á Belgrad Open og lenti þar í 5. og 6.sæti.
Á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi lenti hann í 30.sæti af 80 keppendum, í 22.sæti á heimsbikarmótinu í USA og á Heimsmeistaramótinu í Suður Kóreu varð hann í 25.sæti af 115 keppendum

Ásgeir keppir með liði sínu SGi Ludwigsburg í Þýsku Bundesligunni nokkrar helgar yfir vetrartímann. Hann er einn fárra erlendra keppenda í deildinni en einungis bestu skotmennirnir komast að hjá þýsku liðunum. Lið hans er í efsta sæti suðurdeildarinnar og hefur tryggt sér sæti í úrslitum keppninnar sem fara fram í byrjun næsta árs.

Ásgeir er sem stendur í 58.sæti á Heimslistanum og í 36.sæti á Evrópulistanum.

Skotíþróttakona Ársins er: Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur

Jórunn Harðardóttir (f.1968) er landsliðskona í riffli og skammbyssu.

Jórunn varð Íslandsmeistari í Loftriffli, Þrístöðu riffli, 50metra riffli og Loftskammbyssu. Hún varð í 54.sæti á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi, 78.sæti á Heimsbikarmótinu í Þýskalandi og í 97.sæti á Heimsmeistaramótinu í Suður Kóreu.

Jórunn er sem stendur í 127.sæti á Heimslistanum og í 93.sæti á Evrópulistanum.

AddThis Social Bookmark Button