Þriðjudagur, 29. október 2019 16:35 |
Axel Sölvason, heiðursfélagi og fyrrverandi formaður Skotfélags Reykjavíkur, lést 15. október sl.
Axel starfaði lengi vel fyrir skothreyfinguna að margvíslegum málefnum er varðar skotíþróttina. Axel var fyrsti formaður Skotsambandsins, við stofnun þess árið 1979. Hann fékk æðsta heiðursmerki Skotsambandsins fyrir störf sín í þágu skotíþróttarinnar. Einnig var hann sæmdur gullmerki Íþrótta-og Ólympíusambands Íslands.
Axel er eini íslendingurinn sem hafði A-réttindi í dómgæslu skotíþrótta og hafði m.a réttindi til að dæma á stærstu mótum á erlendri grund.
Axel keppti í skotíþróttum hér heima og erlendis á sínum yngri árum og starfaði í kjölfarið lengi vel við dómgæslu á hinum ýmsu skotmótum hér heima í fjölmörgum skotgreinum.
Stjórn Skotfélags Reykjavíkur þakkar Axel Sölvasyni samstarfið á liðnum árum og sendir fjölskyldu hans samúðarkveðjur sínar.
Útförin fer fram miðvikudaginn 30. október nk. í Lindakirkju Kópavogi kl 11:00.
|