Fimmtudagur, 20. maí 2021 15:12 |
Frá ÍSÍ:
Í ljósi fregna frá upplýsingafundi almannavarna í morgun viljum við ítreka mikilvægi þess að framfylgja þeim reglum um sóttvarnir sem eru í gildi. Það lítur út fyrir bjartari tíma framundan, með frekari afléttingum, en baráttunni við COVID-19 er þó ekki lokið og mikilvægt að sofna ekki á verðinum.
Endilega ítrekið mikilvægi sóttvarna við ykkar aðildarfélög og þá sérstaklega þær reglur sem gilda um áhorfendur, sem eru eftirfarandi::
Heimilt er að hafa að hámarki 150 áhorfendur í einu sóttvarnarhólfi á íþróttaviðburðum og að hámarki þrjú sótthólf í hverri byggingu, að uppfylltumÂÂ öllum eftirfarandi skilyrðum: • Allir gestir séu sitjandi í númeruðum sætum og ekki andspænis hver öðrum. • Allir gestir séu í númeruðum sætum og skráðir, a.m.k. nafn, símanúmer og kennitala. Skráin skal varðveitt í tvær vikur og eytt að þeim tíma loknum. • Allir gestir noti andlitsgrímu nema þegar neytt er drykkjar- eða neysluvöru. • Tryggt sé að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1 metri á alla kanta. Á við börn og fullorðna. • Veitingasala er ekki heimil í hléi. • Komið verði eins og kostur er í veg fyrir frekari hópamyndun fyrir viðburði, í hléi og eftir viðburð.
Læt hér orð Þórólfs sóttvarnalæknis fylgja að lokum:
“ÉgÂÂ vil skora á íþróttafélögin að virkilega standa sig í þessu. Það var mikið ákall og mikil gagnrýni sem við fengum fyrir að loka fyrir íþróttastarfsemi, og við vorum fullvissuð um að menn gætu staðið sig. Ég held að það standi núna upp á íþróttafélögin og íþróttahreyfinguna að virkilega sýna að þetta sé hægt.“
|