Áhorfendur á íþróttamótum Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 20. maí 2021 15:12
Atriðaskrá greina
Áhorfendur á íþróttamótum
Síða 2
Allar síður

covid-19-coronavirus-logoFrá ÍSÍ:

Í ljósi fregna frá upplýsingafundi almannavarna í morgun viljum við ítreka mikilvægi þess að framfylgja þeim reglum um sóttvarnir sem eru í gildi. Það lítur út fyrir bjartari tíma framundan, með frekari afléttingum, en baráttunni við COVID-19 er þó ekki lokið og mikilvægt að sofna ekki á verðinum.


Endilega ítrekið mikilvægi sóttvarna við ykkar aðildarfélög og þá sérstaklega þær reglur sem gilda um áhorfendur, sem eru eftirfarandi::

Heimilt er að hafa að hámarki 150 áhorfendur í einu sóttvarnarhólfi á íþróttaviðburðum og að hámarki þrjú sótthólf í hverri byggingu, að uppfylltum öllum eftirfarandi skilyrðum:
• Allir gestir séu sitjandi í númeruðum sætum og ekki andspænis hver öðrum.
• Allir gestir séu í númeruðum sætum og skráðir, a.m.k. nafn, símanúmer og kennitala. Skráin skal varðveitt í tvær vikur og eytt að þeim tíma loknum.
• Allir gestir noti andlitsgrímu nema þegar neytt er drykkjar- eða neysluvöru.
• Tryggt sé að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1 metri á alla kanta. Á við börn og fullorðna.
• Veitingasala er ekki heimil í hléi.
• Komið verði eins og kostur er í veg fyrir frekari hópamyndun fyrir viðburði, í hléi og eftir viðburð.

Læt hér orð Þórólfs sóttvarnalæknis fylgja að lokum:

“Ég vil skora á íþrótta­fé­lög­in að virki­lega standa sig í þessu. Það var mikið ákall og mik­il gagn­rýni sem við feng­um fyr­ir að loka fyr­ir íþrótt­a­starf­semi, og við vor­um full­vissuð um að menn gætu staðið sig. Ég held að það standi núna upp á íþrótta­fé­lög­in og íþrótta­hreyf­ing­una að virki­lega sýna að þetta sé hægt.“

AddThis Social Bookmark Button