Velli 2 lokað vegna varps Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 06. júní 2021 21:31

tjaldur2021Vinur okkar, Tjaldurinn, liggur nú á hreiðri sínu í mölinni á velli 2. Lokað verður á honum næstu 2-3 vikurnar eða þar til ungarnir hafa flogið úr hreiðrinu.Landsmót STÍ sem haldið verður um næstu helgi hefur verið flutt á völl 3. Tjaldurinn liggur sem fastast þó verið sé að skjóta á velli 1 og 3, finnur greinilega fyrir örygginu að vera meðal okkar og hvetjum við alla til að forðast að trufla varpið. Fleiri hreiður eru á skotsvæðinu en ekki á eins áberandi stað og þetta.

AddThis Social Bookmark Button