Bréf frá ÍSÍ um kynbundið ofbeldi Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 03. júní 2021 16:36
Atriðaskrá greina
Bréf frá ÍSÍ um kynbundið ofbeldi
Síða 2
Allar síður


Þetta bréf var að berast frá ÍSÍ um kynbundið ofbeldi !

 

Sérsambönd ÍSÍ
Héraðssambönd og íþróttabandalög Íþróttafélög og deildir þeirra
Reykjavík,  3.júní 2021


Efni:      #metoo/#églíka
Kæru félagar!
Á undanförnum vikum hefur umræða um kynbundið ofbeldi blossað upp á ný. Þolendur stíga fram, skila
skömminni á réttan stað og krefjast breytinga í samfélaginu.
Líkt og í fyrri bylgju #metoo/#églíka hafa komið upp á yfirborðið frásagnir af kynferðisbrotum í
íþróttastarfi og einnig hefur verið bent á að kvenfyrirlitningu megi finna alltof víða í
karlaklefum landsins.