Síða 2 af 2
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) ítrekar með bréfi þessu að sambandið fordæmir allt ofbeldi
í starfsemi íþróttahreyfingarinnar, enda er slík hegðun óásættanleg og ólíðandi með öllu. Það er og
hefur verið markmið íþróttahreyfingarinnar að tryggja öryggi, jafnrétti og jafnræði þeirra sem iðka
og starfa innan íþróttahreyfingarinnar.
Á heimasíðu ÍSÍ er að finna talsvert af fræðsluefni um kynferðislega áreitni og ofbeldi í
Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs tekur á móti tilkynningum um atvik sem upp koma og
hægt að tilkynna um atvik, fá ráðgjöf og finna fræðsluefni tengt málaflokknum.
Við hvetjum sambandsaðila til að kynna sér fræðsluefnið og deila því með sínu fólki. Einnig leggjum
við ríka áherslu á að við öll sem að íþróttahreyfingunni stöndum tökum skýra afstöðu gegn hverskyns
kvenfyrirlitningu, áreitni og ofbeldi og tökum öllum málum sem upp koma þess efnis alvarlega.
Þjálfarar og stjórnarfólk eru hvött sérstaklega til að vinna markvisst að því að byggja upp
heilbrigða klefamenningu sem laus er við kvenfyrirlitningu og ofbeldi.
Með vinsemd og virðingu, ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS
Lárus L. Blöndal
Líney Rut Halldórsdóttir
forseti
framkvæmdastjóri
|