Íslandsmet hjá Ásgeiri í Svíþjóð !!!! Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 26. júlí 2009 19:08
Skammbyssuskyttan okkar hann Ásgeir Sigurgeirsson var að setja nýtt ÍSLANDSMET í Frjálsri Skammbyssu á móti í Uppsölum í Svíþjóð í dag, með því að skjóta 555 stig af 600 mögulegum. Gamla metið var 554 stig sett af Ólafi Jakobssyni einnig í Uppsölum árið 1993. Þess má geta að Ólympíulágmarkið í þessari grein er 540 stig. Ásgeir keppti einnig í morgun og vann þá keppni líka með 545 stig.
AddThis Social Bookmark Button