Hreindýranámskeið SR komin á dagskrá Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 06. júní 2010 19:20
Fyrsta námskeiðið verður haldið miðvikudaginn 23.júní kl. 18 til 21. Síðan alla miðvikudaga sem hér segir: 30.júní, 7.-14.-21. og 28.júlí og svo 4.ágúst. Þátttökugjald er kr. 4,000. Farið verður í almenna meðferð skotvopna, stillingar kíkja sem og meðhöndlun dýranna. Nýr bæklingur um hreindýraveiðar sem félagið hefur tekið saman fylgir með. Námskeiðinu lýkur með skotprófi þar sem skotið er 5 skotum í 10 cm hring skv. nánari útfærslu kennara. Leiðbeinendur verða Jóhann Vilhjálmsson, byssusmiður, og Vignir J. Jónasson, hreindýraleiðsögumaður.
Skráning á námskeiðin fer fram á tölvupóstfang :   Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  eða hjá umsjónarmönnum á Álfsnesi.

AddThis Social Bookmark Button