Þriðjudagur, 31. ágúst 2010 17:40 |
Á Grafarvogsdeginum sem haldinn er hátíðlegur á laugardaginn kemur verður félagið með opið í Egilshöllinni kl. 12 til 16. Innanhúskeppnisgreinar í skotfimi verða kynntar og verður hægt að skjóta af loftrifflum og loftskammbyssum félagsins undir leiðsögn reyndra keppenda SR. Aldurstakmark er 18 ár en 15-17 ára með skriflegt leyfi frá foreldrum fá einnig að skjóta.
|