Þriðjudagur, 07. september 2010 21:00 |
Hátt í 50 manns kíktu við í aðstöðu SR í Egilshöll á Grafarvogsdeginum síðastliðinn laugardag. Æfingastjórar voru viðstaddir og kynntu þeir aðstöðuna og keppnisgreinar í skotfimi fyrir gestum og gangandi. Þeir gestir sem náð höfðu 18 ára aldri fengu að skjóta af loftrifflum og loftskammbyssum félagsins auk þess sem 15-17 ára gestir fengu einnig að spreyta sig með leyfi foreldra/forráðamanns. Ungir jafn sem aldnir sýndu meistaratakta og sýndu margir áhuga á því að fá frekari tilsögn á komandi æfingatímabili.
|