Föstudagur, 01. október 2010 18:17 |
Rifflanefnd Skotfélags Reykjavíkur ætlar að halda Bench Rest skotmót sunnudaginn 10. Október. Mæting er stundvíslega kl.11:00 en fyrst hrinan verður skotin kl:12:00 Skotið verður svokallað „Varmint for score“ á 200 metrum samkvæmt amerískri fyrirmynd. Í stórum dráttum gengur það út á að hitta miðpunkt skotskífu sem er ½ tomma og stig gefin eftir því. Keppnin samanstendur af því að skotnar verða 5 skífur með 5 punktum hver, samtals 25 skot sem ákvarða árangur. Á hverri skífu er punktur sem skjóta má að vild, svokallaður sighter. Á undan fyrstu keppnisskífunni er skotið á eina skífu svokallað „warm- up“ til þess að menn geti stillt sig inn og áttað sig á vindi eða öðrum skilyrðum. Fyrir warm- up hrinuna hafa menn 10 mínútur en 7 mínútur fyrir hinar. Allir rifflar eru gjaldgengir og allir sjónaukar leyfilegir. Skotið er af resti og sandpoka eða tvífæti ef menn vilja. Mussle break eru ekki heimil. Ef þátttaka gefur tilefni til gæti verið um það að ræða að keppendum yrði skipt í flokka það er að segja Benchrest riffla og aðra riffla þannig að keppendur kepptu á meiri jafnréttisgrundvelli en ella. Einhverjar veitingar verða á boðstólum eftir að móti lýkur. Mótsgjald er kr.1000 Til þess að auðvelda umsjónarmönnum mótsins undirbúning er farið fram á að keppendur skrái sig til keppni fyrir 6. Október. Tilgreina þarf riffil og sjónauka hlaupvídd gerð skothylkis og kúlu. Skráningu er hægt að senda á e-mail:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Allir skotmenn eru velkomnir, mótið er ekki einskorðað við félagsmenn SR. Fyrir hönd rifflanefndar SR Bergur Arthursson
|