Sunnudagur, 03. október 2010 21:51 |
Vetrarstarfið í Egilshöllinni hefst á morgun, mánudaginn 4.okt kl.19-21. Opið verður í vikunni kl. 19-21 mánudag til fimmtudags, og svo á laugardaginn kl.11-13. Á Álfsnesi verður opið þirðjudag kl.16-19, fimmtudag kl.17-19 og svo á laugardaginn kl.12-18. Á laugardögum í október og svo fyrstu tvo laugardaga í nóvember hefst námskeið UST og lögreglu kl.11 og truflar því aðeins almenna starfsemi sem hefst alltaf kl.12 þessa daga. Ekki fékkst undanþága hjá Heilbrigðiseftriliti Reykjavíkur til að hefja námskeiðin kl.10 að morgni til að trufla sem minnst starfsemi félagsins um helgar en einsog öllum er kunnugt þótti ekki rétt að veita félaginu leyfi til að hafa æfingar á sunnudögum. Væntanlega er þetta eina frístundastarfið á landinu sem ekki er leyfilegt að stunda á sunnudögum.
|