Mánudagur, 11. október 2010 19:58 |
Undanfarin ár höfum við tekið þátt á sænska meistaramótinu, Allsvenskan Luftpistolserien, í loftskammbyssukeppni. Í fyrra varð Ásgeir Sigurgeirsson efstur allra eftir allar 7 umferðirnar með 97 að meðaltali í hverri hrinu. Sjá heimasíðu Svíanna. A lið félagsins varð í öðru sæti í næst efstu deild í fyrra og keppir því að líkindum í efstu deild þetta árið.
|