Miðvikudagur, 22. desember 2010 11:40 |
Rifflanefnd Skotfélags Reykjavíkur heldur árlegt Áramót SR í Bench-Rest föstudaginn 31. desember 2010. Mæting er kl. 10:00 en fyrsta hrinan verður skotin kl:11:00 Skotið verður svokallað „Varmint for score“ á 100 metrum samkvæmt amerískri fyrirmynd. Í stórum dráttum gengur það út á að hitta miðpunkt skotskífu sem er 1/4 tomma og stig gefin eftir því. Keppnin samanstendur af því að skotnar verða 5 skífur með 5 punktum hver eða samtals 25 skot sem ákvarða árangur. Á hverri skífu er punktur sem skjóta má að vild, svokallaður sighter. Á undan fyrstu keppnisskífunni er skotið á eina skífu svokallað „warm- up“ til þess að menn geti stillt sig inn og áttað sig á vindi eða öðrum skilyrðum. Fyrir warm- up hrinuna hafa menn 10 mínútur en 7 mínútur fyrir hinar. Allir rifflar eru gjaldgengir og allir sjónaukar leyfilegir. Skotið er af resti og sandpoka eða tvífæti ef menn vilja. Mussle break eru ekki heimil. Þátttakendum verður skipt í þrjá flokka eftir gerð riffla. - Óbreyttir veiðirifflar
- Breyttir veiðirifflar
- Bench-Rest rifflar
Mótstjóri ákvarðar flokkun keppenda eftir gerð riffla. Skráning í mótið er á staðnum. Einhverjar veitingar verða á boðstólum eftir að móti lýkur. Allir skotmenn eru velkomnir. Mótagjald kr. 1.000- ( sama verð fyrir utanfélagsmenn jafnt og félagsmenn ) Skotfélags Reykjavíkur. Þess má einnig geta að Hlað og Ísnes styrkja mótahaldið.
|