Föstudagur, 29. apríl 2011 11:26 |
Ásgeir Sigurgeirsson er kominn uppí 28.sæti á heimslistanum í Frjálsri skammbyssu. Hann rauk upp listann eftir frábæran árangur á heimsbikarmótinu í Kóreu um daginn. Hann var í 89.sæti á síðasta list. Í Loftskammbyssunni færðist hann úr 55.sæti í það 60. en hann átti við veikindi að stríða á mótinu í Kóreu og var þar langt frá sínu besta. Annars hreint frábær staða en enginn Íslendingur hefur áður komist svo hátt á Heimslista í skotfimi.
|