Föstudagur, 23. desember 2011 09:19 |
1.umferð í sænsku loftskammbyssukeppninni er nú lokið hjá okkur. SR er með 4 lið í keppninni að þessu sinni. Keppt er í liðakeppni, þar sem hvert lið er skipað 3 keppendum. Keppnin er deildaskipt og er umferðirnar 7 alls. Hver umferð stendur yfir í 2 vikur. Hver keppandi skýtur 40 skotum. Að þessu sinni er skor okkar keppenda : Ásgeir 385 stig, Gunni 381, Jórunn 375, Helgi 363, Stína 361, Gummi 358, Steini 357, Kalli 357, Benni 347, Kim 345, Joddi 343 og Gunni 337. Hægt verður að fylgjast með á heimasíðu Sænska Skotsambandsins, http://luft.allsvenskapistolserien.se/ /gkg
|