Skotfélag Reykjavíkur heldur hið árlega Áramót á laugardaginn 31.desember á svæði félagsins á Álfsnesi. Kepp verður með rifflum á 100m. Vegna takmarkaðs birtutíma þurfa menn að vera tilbúnir að hefja keppni kl 11:00. Keppni ætti að ljúka upp úr kl 14.
Skotið verður af resti á 100 metra færi á „varmint for score“ skotskífur og ræður stigafjöldi úrslitum. Skotin verða samtals 25 skot sem telja til stiga en skjóta má eins mörgum „sighterum“ á til þess gerða skífu og menn vilja. Engar takmarkanir verða á búnaði eða caliberum en musslebreak verða bönnuð sökum hávaða innandyra. Lesa meira...
Skotnar verða sex 5 skota hrinur þar sem fyrsta hrinan stendur yfir í 10 mínútur og þar með gefst mönnum tækifæri á að stilla sjónaukana á þeim tíma og verða úrslit þeirrar hrinu ekki talin með í heildar úrslitunum. Aðrar hrinur verða 7 mínútur. Sá fyrirvari er gerður á þessu að ef þátttaka verður það mikil að skjóta verði í fleiri riðlum en einum gæti mótið verið stytt vegna þess skamma tíma sem birta varir.
Keppt verður í þremur flokkum : Benchrest flokki, breyttum rifflum og óbreyttum rifflum.
Óbreytti flokkurinn miðast við verksmiðjuframleidda riffla sem ekki hefur verið breytt nema leyfilegt er að bedda þá og stilla gikkinn. Sérframleiddir rifflar eins og frá Remington Custom Shop, Sako TRG Sako 6PPC og 22PPC eða sambærilegir rifflar falla undir breytta flokkinn. Mótanefnd hefur úrslitavald um það hvar hver riffill flokkast.
Breyttir rifflar eru allir rifflar sem ekki falla undir óbreytta flokkinn en hafa forskefti sem er að hámarki 2 ½ tomma á breidd. Aðrir rifflar falla undir Benchrest flokkinn.
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í hverjum riðli.
Skráning skal fara fram eigi síðar en miðvikudaginn 28 desember með tölvupósti á :
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
. Til að auðvelda forskráningu eru menn beðnir að tilgreina tegund og gerð riffils, gerð hylkis og kúlu. Nauðsynlegt er að menn skrái inn símanúmer ef breyting verður á mótafyrikomulaginu m.a breyttur skottími.
Mótagjald er kr. 1000.-
Áríðandi að keppendur séu mættir eigi síðar en hálftíma fyrir mót !
|