Frétt á heimasíðu STÍ í dag. Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 18. janúar 2012 14:26

Fréttin er tekin af síðu Stí í dag:

18.jan.2012  Fréttatilkynning frá stjórn: 

Stjórn Skotíþróttasambands Íslands (STÍ) fundaði 17.janúar um drög að frumvarpi til vopnalaga sem birt var á heimasíðu Innanríkisráðuneytisins í lok sl. viku.  Mikillar óánægju gætir meðal skotíþróttamanna með ákveðin atriði í frumvarpsdrögunum og hefur mál manna verið að þær takmarkanir sem lagðar eru til beinist einvörðungu að íþróttafólki. Stjórn STÍ tekur undir þau sjónarmið.

 

Frumvarpsdrögin eru að mestu leiti byggð á tillögum sem nefnd á vegum ráðuneytisins skilaði á sínum tíma.  Tillögur sem sátt ríkti um.  Stjórnin var sammála um að frumvarpsdrögin eru að stærstum hluta góð og til bóta ef þau ná fram að ganga. Hitt er svo annað að skv drögunum eru íþróttastarfseminni settar verulegar skorður með því að stefnt er að algjöru banni hálfsjálfvirkum keppnisbyssum. . Í raun marka þau dauða þriggja af fimm alþjóðlegum greinum skammbyssuskotfiminnar sem stundaðar hafa verið hér áratugum saman.  Verði frumvarpsdrögin óbreytt að lögum standa einungis eftir loftskammbyssa og fríbyssa en standardbyssa, sportbyssa og grófbyssa heyra sögunni til. Þetta er að mati stjórnar STÍ með öllu óásættanlegt og munu athugasemdir STÍ snúa að þessum atriðum.

Stjórn STÍ hefur óskað eftir fundi með Innanríkisráðherra til að koma á framfæri við hann sjónarmiðum íþróttarinnar

AddThis Social Bookmark Button