Mánudagur, 23. janúar 2012 11:02 |
Ásgeir Sigurgeirsson, skammbyssuskyttan okkar, er að fara til Þýskalands, þar sem hann keppir í loftskammbyssu á föstudag og laugardag. Þetta er eitt sterkasta alþjóðlega mótið á hverju ári. Allir þeir bestu mæta þar og reyna með sér. Keppt er á skotsvæði Bæverska skotsambandsins á svæði sem er sérhannað til skotfimi. Mynd af því er hérna. Hægt er einnig að fylgjast með skorinu beint hérna.
|