ÍSÍ 100 ára Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 28. janúar 2012 18:58

isi_afmaelismerki_w250Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ, fagnar 100 ára afmæli sínu 28. janúar 2012 en sambandið var stofnað þann dag í Bárubúð árið 1912.  Alls mættu 25 fulltrúar frá sjö félögum á stofnfund sambandsins en það voru fulltrúar frá Reykjavíkurfélögunum Glímufélaginu Ármanni, Íþróttafélaginu Kára, Íþróttafélagi Reykjavíkur, Knattspyrnufélaginu Fram, Knattspyrnufélagi Reykjavíkur, Umf. Reykjavíkur og Umf. Iðunni. Að auki var á fundinum lögð fram ósk frá fimm félögum í viðbót að gerast stofnfélagar sambandins.  það voru félögin Skautafélag Reykjavíkur, Sundfélagið Grettir og Akureyrarfélögin Íþróttafélagið Grettir, Glímufélagið Héðinn og Umf. Akureyrar.  Axel Tulinius var kosinn fyrsti forseti ÍSÍ.

Á afmælisdaginn sjálfan ætlar ÍSÍ að halda hátíðarfund framkvæmdastjórnar í fundarsalnum Bárubúð í Ráðhúsi Reykjavíkur.  Að honum loknum mun ÍSÍ bjóða boðsgestum til móttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur.   Á afmælisárinu verða fjölmargir viðburðir á dagskrá, bæði viðburðir sem ÍSÍ stendur fyrir en einnig viðburðir sem verða skipulagðir af sambandsaðilum ÍSÍ um land allt eða í samstarfi við sambandsaðila og aðildarfélög þeirra.

ÍSÍ er síungt samband  og framtíðin er björt hjá íslenskri íþróttahreyfingu.  ÍSÍ óskar íþróttahreyfingunni og landsmönnum öllum til hamingju með 100 ára afmælið.

AddThis Social Bookmark Button