Ráðgert er að halda innanfélagsmót í Benchrest laugardaginn 24. mars nk. Skotið verður á 100 metrum "Varmint for score" Sama flokkaskipting verður notuð og á síðasta Áramóti.
Mæting er kl 12:00. Mótið er eitt af fjórum Vetrarmótum í Benchrest með því fyrirkomulagi að tekin verða þrjú bestu úrslit hvers keppanda og samanlagður árangur þeirra lagður saman og þannig fengin úrslit í Vetrarmeistaramóti SR í Benchrest 2012. LOKAÐ verður fyrir aðra starfsemi á riffilvellinum meðan mótið stendur yfir. Flokkun riffla fer fram á staðnum. Mótagjald kr: 1500-
Athugið - af sérstökum ástæðum hefur skráningu í mótið verið breytt - SKRÁNING FER FRAM Á STAÐNUM - Vinsamlega mætið stundvíslega !
Fyrirkomulag keppninar: Skotið verður af resti á 100 metra færi á „varmint for score“ skotskífur og ræður stigafjöldi úrslitum. Skotin verða samtals 25 skot sem telja til stiga en skjóta má eins mörgum „sighterum“ á til þess gerða skífu og menn vilja.
Engar takmarkanir verða á búnaði eða caliberum en musslebreak eru bönnuð sökum hávaða innandyra.
Skotnar verða sex 5 skota hrinur þar sem fyrsta hrinan stendur yfir í 10 mínútur og þar með gefst mönnum tækifæri á að stilla sjónaukana á þeim tíma og verða úrslit þeirrar hrinu ekki talin með í heildar úrslitunum. Aðrar hrinur verða 7 mínútur.
Keppt verður í þremur flokkum : Benchrest flokki, breyttum rifflum og óbreyttum rifflum.
Óbreytti flokkurinn miðast við verksmiðjuframleidda riffla sem ekki hefur verið breytt nema leyfilegt er að bedda þá og stilla gikkinn. Sérframleiddir rifflar eins og frá Remington Custom Shop, Sako TRG Sako 6PPC og 22PPC eða sambærilegir rifflar falla undir breytta flokkinn. Mótanefnd ákveður flokkun riffla.
Breyttir rifflar eru allir rifflar sem ekki falla undir óbreytta flokkinn en hafa forskefti sem er að hámarki 2 ½ tomma á breidd. Aðrir rifflar falla undir Benchrest flokkinn.
|