Christensen-mótið miðvikudaginn 2.maí Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 30. apríl 2012 21:44

Miðvikudaginn 2. maí verður hið árlega Christensenmót í Loftskammbyssu og Loftriffli haldið í Egilshöll.

Mótið hefst kl. 16 og verður með svipuðu fyrirkomulagi og áður, þ.e. hægt er að mæta frjálst á bilinu kl. 16 til kl. 19:30 í síðasta lagi.

Keppt er í opnum flokkum í skammbyssu og riffli og skjóta bæði kyn 60 skotum. Mótið er STÍ mót og verður sérstaklega haldið utan um 40 fyrstu skot í kvennaflokki þar sem árangur í mótinu gildir til meta og flokka. Eins og venjulega verður boðið upp á gómsætar veitingar.

 

AddThis Social Bookmark Button