Miðvikudagur, 02. maí 2012 23:10 |
Christensen-mótið í loftbyssugreinunum var haldið í kvöld í Egilshöllinni. Í Loftskammbyssu sigraði Ásgeir Sigurgeirsson með 583 stig, Tómas Viderö varð annar með 564 stig og þriðji varð Guðmundur Kr.Gíslason með 560 stig. Í Loftriffli sigraði Guðmundur Helgi Christensen með 565 stig, í öðru sæti Jórunn Harðardóttir með 559 stig og í þriðja sæti Íris Eva Einarsdóttir með 550 stig. Nokkrar myndir hérna.
|