Sunnudagur, 06. maí 2012 16:38 |
Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði á landsmótinu í skeet á Álfsnesi í dag með 129 stig eftir harða keppni við Pétur T.Gunnarsson úr SÍH sem endaði á 127 stigum. Þriðji varð svo Hákon Þ. Svavarsson úr SFS með 123 stig. Margrét E.Hjálmarsdóttir úr SR sigraði í kvennaflokki og Dagný H.Hinriksdóttir SÍH varð önnur. Í unglingaflokki sigraði Sigurður U.Hauksson frá Húsavík. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með Örn Valdimarsson, Þorgeir M.Þorgeirsson og Stefán G.Örlygsson innaborðs með 299 stig. Í öðru sæti A-sveit SÍH með 274 stig og í því þriðja B-sveit Skotfélags Reykjavíkur með Ellert Aðalsteinsson, Gunnar Sigurðsson og Guðmund Pálsson á 263 stig. Myndir komnar frá lokadeginum hérna.
|