Sunnudagur, 20. maí 2012 11:21 |
Okkar menn hafa nú lokið keppni á Evrópumeistaramótinu í haglabyssugreinunum á Kýpur. Örn Valdimarsson endaði á 106 stigum (18-22-24-22-20) og Sigurþór Jóhannesson endaði með 109 stig (22-22-22-22-21) Ekki blönduðu þeir sér í toppbaráttuna að þessu sinni en okkar dagur mun koma. Hægt er að sjá úrslitin hérna.
|