Ásgeir á Ólympíuleikana í London !! Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 27. júní 2012 15:13

asgeir sigurgeirsson 2007Ásgeir Sigurgeirsson skammbyssuskytta er á leiðinni á Ólympíuleikana í London !! Alþjóða Skotíþróttasambandið var að tilkynna okkur um að við fáum úthlutað kvótaplássi á leikana í Frjálsri skammbyssu karla. Þar sem Ásgeir hefur líka náð ólympíulágmarki í Loftskammbyssu mun hann einnig taka þátt í þeirri grein.
Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur skotmaður tekur þátt í skammbyssugreinum á Ólympíuleikum.

 

AddThis Social Bookmark Button