Sunnudagur, 24. júní 2012 20:34 |
A-lið SR sigraði á landsmóti STÍ í skeet, sem haldið var á Blönduósi um helgina. Í sveittinni eru þeir Örn valdimarsson, Ellert Aðalsteinsson og Þorgeir Már Þorgeirsson. Í karlaflokki sigraði Hákon Þ.Svavarsson úr SFS með 114+23, í öðru sæti Örn Valdimarsson úr SR með 108+22 og í þriðkja sæti Ellert Aðalsteinsson úr SR með 109+18. Í unglingaflokki sigraði Sigurður Unnar Hauksson úr SKH með 103 stig.
|